Undarleg afstaða ráðherra

Það er víða sem flugfélög bjóða farþegum á viðskiptafarrými upp á sérstök öryggishlið til þess að flýta vopnaleit.  Ýmis flugfélög gera þetta á Heathrow og SAS gerir þetta á Kastrup, svo dæmi séu tekin.  Að sjálfsögðu bera farþegarnir kostnað af þessari þjónustu óbeint, þ.e. flugfélögin greiða fyrir þessa aukaþjónustu. 

Hvers vegna er ráðherranum svona í nöp við þessa þjónustu?  Hún rýrir ekki þjónustu við aðra.  Það er auðvitað bull að halda því fram að þessi viðbótarþjónusta á flugvellinum leiði frekar til mistaka í vopnaleit.  Það væri hins vegar áhugavert að vita hvernig menn komust að niðurstöðu um að þessi þjónusta væri ónauðsynleg.  Mig grunar að þetta sé einfaldlega skoðun ráðherrans.


mbl.is Sérstakt öryggishlið fyrir Saga-classfarþega ónauðsynlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við getum þetta vegna fámennis, ef þú vilt enn meiri stéttaskyptingu, þá er þetta eitthvað sem vert er að athuga.

tata-rara (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 04:58

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þú segir sjálfur eftirfarandi "Að sjálfsögðu bera farþegarnir kostnað af þessari þjónustu óbeint, þ.e. flugfélögin greiða fyrir þessa aukaþjónustu". Og hver borgar brúsann? Við hinn allmenni farþegi sem og saga class farþeginn og hvað þýðir þetta svo fyrir okkur? Jú dýrari flugfargjöld hvort sem þú ert á saga class eða allmennu farrými. Ertu ennþá blindur á vitleysuna í þér, eitt fyrir alla ég hef unun af að sjá snobblýðinn fara sömu leið og hinn allmenni ferðamaður í sama tollhliðið.

Ólafur Björn Ólafsson, 2.9.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband