Undarlegt

Ég efast um að rétt sé haft eftir stjórnarmanninum - varla er stjórn NIB farin að hafa bein afskipti af íslenskum stjórnmálum?

Ég hef starfað við bankamál og mat á áhættu í útlánum í meira en tvo áratugi (þar af í tæpan áratug í London) og skil vel að NIB hafi áhyggjur af stöðu efnahagsmála á Íslandi.  NIB er líka þekktur fyrir að vera afar varkár banki í fjárfestingum.  Staða efnahagsmála á Íslandi ætti hins vegar ekki að koma í veg fyrir lánveitingar til íslenskra aðila með mjög traustar tekjur í erlendum gjaldmiðlum - það er hægt að gera samninga sem tryggja hagsmuni NIB mjög vel, ef vilji er fyrir hendi. 

Það er hins vegar undarlega ófaglegt ef það er virkilega skoðun stjórnar NIB að það sé betra að Íslendingar samþykki Icesave samninginn sem liggur fyrir Alþingi í dag og íþyngi þannig efnahagslífi landsins og veiki greiðslugetu í áratugi, fremur en að leitað verði eftir því að fá fram breytingar sem styrkja greiðslugetu Íslands í framtíðinni.  Núverandi samningur er óaðgengilegur með öllu. 

 


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er er verið að segja okkur það skýrt að við getum ekki látið okkur detta það í hug að við getum komist upp með að borga ekki. Þetta er bara svona einfalt og andskoti súrt epli að bíta í. Við getum þakkað Sjálfstæðisflokknum og Davíð Oddssyni fyrir. Þvílíkir snillingar, þeir með sína frjálshyggju.

Valsól (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband