Færsluflokkur: Bloggar

Skelfileg og óábyrg samningatækni

Það er ótrúlegt að forsætisráðherra og fjármálaráðherra Íslands skuli tala svona óábyrgt við erlenda fjölmiðla.  Fari svo að ríkisábyrgðin fáist ekki samþykkt á Alþingi (vonandi eru einhverjir stjórnarþingmenn sem gera sér grein fyrir hversu alvarlegur verknaður það er að samþykkja þessa ábyrgð óbreytta) eða að forsetinn synji lögunum staðfestingu og þau verði feld í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvernig ætla þau þá að mæta mótaðilum sínum við samningaborðið að nýju?

Það segir enginn stjórnmálamaður með snefil af sjálfsvirðingu að lengra verði ekki komist, þegar ljóst er að samningarnir eru langt frá því að uppfylla Brussel-viðmiðin sem sett voru þegar að fyrri ríkisstjórn féllst á að ganga til samningaviðræðna við Breta og Hollendinga.  Forsætisráðherra landsins má ekki mála sig út í horn í samningum með því að segjast vera sannfærður um að "sá samningur, sem nú liggur fyrir, er sá besti sem við gátum náð fram", þegar ljóst er að það þarf að ná mun betri samningum.

Hið eina sem hægt er að segja um svona ráðherra eru orðin sem þingmaðurinn Steingrímur J Sigfússon notaði eitt sinn í ræðustól Alþingis: Gungur og druslur!


mbl.is Komumst ekki lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegt

Ég efast um að rétt sé haft eftir stjórnarmanninum - varla er stjórn NIB farin að hafa bein afskipti af íslenskum stjórnmálum?

Ég hef starfað við bankamál og mat á áhættu í útlánum í meira en tvo áratugi (þar af í tæpan áratug í London) og skil vel að NIB hafi áhyggjur af stöðu efnahagsmála á Íslandi.  NIB er líka þekktur fyrir að vera afar varkár banki í fjárfestingum.  Staða efnahagsmála á Íslandi ætti hins vegar ekki að koma í veg fyrir lánveitingar til íslenskra aðila með mjög traustar tekjur í erlendum gjaldmiðlum - það er hægt að gera samninga sem tryggja hagsmuni NIB mjög vel, ef vilji er fyrir hendi. 

Það er hins vegar undarlega ófaglegt ef það er virkilega skoðun stjórnar NIB að það sé betra að Íslendingar samþykki Icesave samninginn sem liggur fyrir Alþingi í dag og íþyngi þannig efnahagslífi landsins og veiki greiðslugetu í áratugi, fremur en að leitað verði eftir því að fá fram breytingar sem styrkja greiðslugetu Íslands í framtíðinni.  Núverandi samningur er óaðgengilegur með öllu. 

 


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðarleg

Það er ánægjulegt að sjá að það eru til staðfastir og heiðarlegir stjórnmálamenn, eins og Hanna Birna, sem eru ófeimnir við að skýra frá málum hreint og beint.  Slíku fólki er hægt að treysta.
mbl.is Hanna Birna upplýsti um hvers vegna borgarstjórnarsamstarfið brast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun REI-listinn fara að fyrirmælum Björns Inga?

Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvort VG muni fara að fyrirmælum Björns Inga í einu og öllu (sjá frétt af minnisblaði) - það var jú ágreiningurinn sem gerði það að verkum að Björn Ingi taldi sig ekki geta unnið með Sjálfstæðisflokknum.  Það er reyndar ekki líklegt að svo verði.

Björn Ingi nú orðinn svo til áhrifalaus í borgarstjórn.  Hinir flokkarnir í nýja meirihlutanum vita að Björn Ingi er sá eini í hópnum sem getur ekki snúið sér annað fái hann ekki sínu framgengt í nýja samstarfinu.  Svandís og Dagur munu semja sín á milli um allt sem einhverju máli skiptir.


mbl.is Vildi styðja samrunann aftur þó fundur yrði dæmdur ólöglegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg afstaða ráðherra

Það er víða sem flugfélög bjóða farþegum á viðskiptafarrými upp á sérstök öryggishlið til þess að flýta vopnaleit.  Ýmis flugfélög gera þetta á Heathrow og SAS gerir þetta á Kastrup, svo dæmi séu tekin.  Að sjálfsögðu bera farþegarnir kostnað af þessari þjónustu óbeint, þ.e. flugfélögin greiða fyrir þessa aukaþjónustu. 

Hvers vegna er ráðherranum svona í nöp við þessa þjónustu?  Hún rýrir ekki þjónustu við aðra.  Það er auðvitað bull að halda því fram að þessi viðbótarþjónusta á flugvellinum leiði frekar til mistaka í vopnaleit.  Það væri hins vegar áhugavert að vita hvernig menn komust að niðurstöðu um að þessi þjónusta væri ónauðsynleg.  Mig grunar að þetta sé einfaldlega skoðun ráðherrans.


mbl.is Sérstakt öryggishlið fyrir Saga-classfarþega ónauðsynlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband